Ůjˇ­lagasetur sr. Bjarna Ůorsteinssonar

Sr. Bjarni Þorsteinsson (1861 - 1938) var andlegur og veraldlegur leiðtogi Siglfirðinga í nærri hálfa öld og auk þess landsfrægt tónskáld.

Sr. Bjarni Ůorsteinsson


Sr. Bjarni Þorsteinsson safnaði íslenskum þjóðlögum í aldarfjórðung. Hann var andlegur og veraldlegur leiðtogi Siglfirðinga í nærri hálfa öld og auk þess landsfrægt tónskáld. (Ljósmyndari óþekktur)

Sr. Bjarni Þorsteinsson (1861 - 1938) var andlegur og veraldlegur leiðtogi Siglfirðinga í nærri hálfa öld og auk þess landsfrægt tónskáld. Hann safnaði íslenskum þjóðlögum í aldarfjórðung og gaf út bókina Íslensk þjóðlögá árunum 1906 - 1909. Hann hóf söfnunina árið 1880 og vann að henni hörðum höndum á Siglufirði, þar af 10 ár í Maðdömuhúsi, þar sem Þjóðlagasetrið er til húsa. Hér má sjá stutt myndband um líf og störf sr. Bjarna.

Bók sr. Bjarna Íslensk þjóðlög varpar einstöku ljósi á tónlistararf þjóðarinnar. Þar getur að líta lög úr fornum handritum eða bókum sem hann varð sér úti um, bæði hér heima og erlendis. Mikilvægasti hluti safnsins er þó kaflinn Lög skrifuð upp eftir ýmsum. Hann skrifaði sjálfur upp mörg lög eftir öðru fólki en fékk einnig til liðs við sig safnara um allt land, bæði karla og konur, sem sendu honum handrit, sumir örfá lög, aðrir sendu tugi laga. Merkastir þeirra eru Benedikt Jónsson á Auðnum (1846-1939) og sr. Sigtryggur Guðlaugsson  prestur á Núpi í Dýrafirði (1862-1959). Þannig eru varðveitt í safni sr. Bjarna lög víðs vegar að af landinu sem annars hefðu orðið gleymskunni að bráð. Bjarni skrifaði ítarlegan formála og inngang að bók sinni sem hefur verið gerður aðgengilegur á netinu og má lesa hann hér.

Tónsmíðar sr. Bjarna voru afar vinsælar um allt land. Segja má að hann hafi í upphafi 20. aldar verið eitt ástsælasta tónskáld þjóðarinnar. Kunnastur var hann fyrir söng- og ættjarðarlög auk þess sem Hátíðarsvör hans hljóma enn á stórhátíðum í kirkjum landsins, svo sem um jól og páska. Jónas Ragnarsson, ritstjóri, skrifaði grein um Hátíðasöngva sr. Bjarna sem birtist í Morgunblaðinu 24. desember 2008. Hér má nálgast greinina.

Árið 2011 stóð Þjóðlagasetrið á Siglufirði fyrir því að ævisaga sr. Bjarna var rituð, og ber hún nafnið: Bjarni Þorsteinsson, eldhugi við ysta haf. 

Hér má lesa nánar um sr. Bjarna Þorsteinsson.

Auglřsingar

Raddir ═slands
Folk Music Festival
SÝldarminjasafni­
HÚ­insfj÷r­ur

Mynd augnabliksins

img_3056.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf