Ůjˇ­lagasetur sr. Bjarna Ůorsteinssonar

 Raddir Íslands – Voices of Iceland   Kr. 2.500 - Ókeypis heimsending innanlands Einstök heimild um íslensk þjóðlög og þjóðdansa. Unique Collection

Raddir ═slands

 Raddir Íslands – Voices of Iceland  

Kr. 2.500 - Ókeypis heimsending innanlands

Einstök heimild um íslensk þjóðlög og þjóðdansa.

Unique Collection of Icelandic Folk Songs and Folk Dances on DVD. Booklet in Icelandic and English included. Download other Languages below.

Á þessum glæsilega mynddiski koma fram helstu þjóðlagatónlistarmenn Íslendinga og kveða rímur, syngja tvísöng, flytja barnagælur og þulur ásamt sálmalögum og druslum. Á meðal flytjenda eru Steindór Andersen, Diddi fiðla, Bára Grímsdóttir, Ása Ketilsdóttir, Örn og Sigursveinn Magnússynir, Marta G. Halldórsdóttir, Ólína Þorvarðardóttir og margir fleiri. Þjóðdansahópurinn Sporið sýnir bæði sagnadansa, vikivaka og „gömlu dansana“. Bæklingur á íslensku og ensku um íslenska þjóðdansa og þjóðlagatónlist fylgir mynddiskinum. (Sjá bækling með því að smella á mynd af hulstri.) Auk þess er bæklingurinn á dönsku, þýsku, ítölsku, frönsku, spænsku og pólsku hér að neðan. Smellið á viðkomandi þjóðfána til að hlaða honum niður. 

Hér er á ferðinni diskur sem sýnir glögglega þverskurð af íslenskri þjóðlagatónlist og þjóðdönsum síðustu alda auk þess að vera einstök heimild um stöðu þjóðlagatónlistar á Íslandi í upphafi 21. aldar.

Útgáfunni stjórnaði Gunnsteinn Ólafsson en kvikmyndun var í höndum Dúa J. Landmark.

Panta má diskinn með því að senda tölvupóst á setur@folkmusik.is. Mynddiskurinn kostar kr. 2.500, sendingarkostnaður innanlands er innifalinn . Vinsamlegast leggið inn á reikning Þjóðlagaseturs (kt. 621299-2989) í Sparisjóði Siglufjarðar 1102-26-621.

Auglřsingar

Raddir ═slands
Folk Music Festival
SÝldarminjasafni­
HÚ­insfj÷r­ur

Mynd augnabliksins

img_3160.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf