Ůjˇ­lagasetur sr. Bjarna Ůorsteinssonar

Edda Á hátíðinni verða tvö meginstef ríkjandi. Annars vegar er tónlist tengd Eddukvæðum og á tvennum tónleikum verður haldið upp á 100 ára afmæli

Ůjˇ­lagahßtÝ­in 2004

Edda


Á hátíðinni verða tvö meginstef ríkjandi. Annars vegar er tónlist tengd Eddukvæðum og á tvennum tónleikum verður haldið upp á 100 ára afmæli síldarlöndunar á Siglufirði. Sérstök áhersla verður lögð á tónlist við Eddukvæði og frá miðöldum á hátíðinni. Þá verður einnig flutt þjóðlagatónlist frá Orkneyjum og Skotlandi auk nýrrar íslenskrar tónlistar. Ein leiksýning verður á hátíðinni. Þá verða 12 námskeið í boði, bæði fyrir börn og fullorðna, auk fyrirlestra.

Alþjóðlegi tónlistarhópurinn Sequentia setur hátíðina með tónleikum í Siglufjarðarkirkju miðvikudaginn 7. júlí 2004 kl. 20.00. Hann leikur tónlist sem hópurinn samdi við Eddukvæði með hliðsjón af íslenskum rímnalögum. Tónlist þessi kom út á geisladiskinum Edda fyrir nokkrum árum og vakti mikla athygli. Stjórnandi hópsins er hinn kunni hörpuleikari og fræðimaður Benjamin Bagby.

Danska dúóið Esk flytur miðaldatónlist frá ritunartíma Eddukvæða. Dúóið skipa Poul Høxbro á trommu og flautu og Miriam Andersen söngkona. Tónlistina hafa þau sjálf fundið í miðaldahandritum og útsett fyrir sig. Þau hafa vakið mikla athygli og ferðast víða um heim, nú síðast til Ástralíu.

Ný íslensk verk fyrir flautu og selló. Hafdís Vigfúsdóttir, flauta, Sigrún Erla Egilsdóttir, selló

Daníel Bjarnason tónskáld og hljómsveitarstjóri fékk styrk úr Nýsköpunarsjóði tónlistar Musica nova til þess að semja verk fyrir Þjóðlagahátíðina á Siglufirði. Verkið verður flutt í síldarverksmiðjunni Gránu sem varðveitir í heilu lagi bræðsluverksmiðju úr Reykjafirði á Ströndum. Húsið verður vígt í sumar og að því tilefni verður verkið samið fyrir hljóðfæri, raddir og bræðsluverksmiðjuna. Flytjendur eru meðlimir í kammersveitinni Ísafold og söngvarar. Einleikari Frank Aarnink slagverk. Stjórnandi er Daníel Bjarnason.

Síldin syngur. Sumarið 2004 verður þess minnst á Siglufirði að 100 ár eru liðin frá því að síldarsöltun hófst á Siglufirði. Að því tilefni verða sérstakir tónleikar í Siglufjarðarkirkju þar sem tónlistar síldaráranna verður minnst með veglegum tónleikum. Skipulagning stendur yfir í samvinnu við Jónatan Garðarsson og Flís-tróið. Tveir þjóðkunnir söngvarar munu syngja með hljómsveit í anda síldaráranna.

Robyn Kirk og Nicky Spence frá Skotlandi koma á Þjóðlagahátíðina á Siglufirði og halda tónleika og námskeið í skoskum þjóðdönsum og þjóðlögum.

Marta G. Halldórsdóttir söngkona og Örn Magnússonar píanóleikari flytja þjóðlagaútsetningar eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Hann er meðal merkustu tónskálda okkar Íslendinga. Útsetningar hans á íslenskum þjóðlögum fyrir rödd og píanó hafa ekki heyrst áratugum saman en munu hljóma á þjóðlagahátíð í flutningi. Þá flytja Marta og Örn nýjan sönglagaflokk eftir Gunnstein Ólafsson.

Agnethe Christensen frá Svíþjóð er ein kunnasta þjóðlagasöngkona Svía. Hún hefur starfað með þjóðlagahópum vítt og breitt um Evrópu og er einn máttarstólpa Sequentia-hópsins. Hún verður með sérstaka einsöngstónleika þar sem hún syngur forna tónlist frá Orkneyjum. Kvæðin eru á fornensku og voru skráð á 18. öld.

Hátíðarhljómsveit Þjóðlagahátíðar, skipuð nemendum á efri stigum í tónlistarskólum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, flytja íslenska hljómsveitartónlist. Einsöngvari á tónleikunum verður Ólafur Kjartan Sigurðarson.

Leikritið Völuspá eftir Þórarinn Eldjárn verður flutt af Pétri Eggerz leikara og Stefáni Erni Arnarsyni sellóleikari. Leikritið hefur farið víða um heim og alls staðar vakið mikla athygli. Það er bæði ætlað börnum og fullorðnum.

Uppskeruhátíð Þjóðlagahátíðarverður laugardagskvöldið 10. júlí. Þar kemur fram þorri þátttakenda á hátíðinni. Nemendur sýna afrakstur námskeiða og listamenn bregða á leik. Dansað er fram eftir nóttu.

Hátíðarhljómsveit Þjóðlagahátíðar flytur lög eftir Sigvalda Kaldalóns,Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Jón Ásgeirsson og konsert fyrir harðangursfiðlu og hljómsveit eftir Johan Halvorsen. Einleikari er Rósa Jóhannesdóttir en einsöngvari erÓlafur Kjartan Sigurðarson. Hátíðarkór Siglfirðinga syngur og stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson.Námskeið

 

Námskeið fyrir fullorðna


Hreyfileikir og rytmaspuni
Kennari: Kristín Valsdóttir tónmenntakennari
Hvernig getum við búið til tónlist úr sjálfum okkur með rödd, klappi, stappi og kroppaklappi (bodypercussion)? Ýmsir möguleikar kannaðir í rytma, hreyfileikjum og spuna. Þjóðlögum og þulum umbreytt í rytma- og hljóðverk.
Námskeiðið er opið öllum en sérstaklega hugsað fyrir kennara og aðra sem vinna með börnum.

Silfursmíði
Kennari: Dóra G. Jónsdóttir, gullsmiður
Fyrir byrjendur og lengra komna. Byrjendur gera eina brjóstnælu, en þeir, sem hafa áður verið á námskeiði gera t.d. hálsmen eða eyrnalokka. Kennarinn kemur með efni og verkfæri. Efniskostnaður 3.000-5.000 krónur.

Fugla- og náttúruskoðun
Poul Høxbro er mikill fuglaáhugamaður og er vel að sér um íslenska fugla. Hann mun skoða fuglalíf inn af Siglufirði með hópnum fimmtudaginn 8. júlí. Mariska van der Meer hefur um árabil búið á Siglufirði og er þar öllum hnútum kunnug. Hún mun fara með hópinn í siglingu út á Siglunes föstudaginn 9. júlí, ef veður leyfir. Takið með ykkur sjónauka báða dagana.

Ullarþæfing, Flókagerð
Kennari: Stefanía Stefánsdóttir, textílkennari
Þæfing með útsaumi
Á námskeiðinu verða mismunandi aðferðir í flókagerð
kynntar m.a. til að gera teppi, tehettur og töskur.
Einnig verður unnið úr merino ull t.d. treflar.
Allt efni selt á staðnum islensk ull, merino ull og sápa.

Grísk tónlist af þjóðlegum toga
Kennari: Georgios Sfiridis, Grikkland
Nemendur koma með eigið hljóðfæri og leika gamla og nýja gríska tónlist.
Námskeiðið er einkum ætlað lengra komnum tónlistarnemum.

Söngnámskeið
Kennari: Miriam Andersén, söngkona
Kennd verður túlkun á tónlist frá miðöldum. Farið verður í hinn forna messusöng Þorlákstíðir og sænskar ballöður. Námskeiðið er öllum opið en söngnemar eru einkum hvattir til að taka þátt.

Skoskir þjóðdansar
Kennarar: Robyn Kirk og Nicky Spence, Skotland
Kenndur verður skoskur steppdans.

Textíll - roðsaumur
Kennari: Gerla, myndlistarkona
Stutt námskeið þar sem kynnt verður hvernig hægt er að vinna með mismunandi lit roð og mismunandi tegundir roða. Unnin verður einn lítill gripur þar sem nemendur fá þjálfun í að skera út munstur í roð sem lagt er yfir annað roð. Efra roðið er límt niður á það neðra. Á þennan hátt er hægt að byggja upp sérkennileg litamunstur og búa til litríka og fallega hluti.

Barnagælur og þulur
Kennarar: Sigríður Pálmadóttir KHÍ og Ása KetilsdóttirkvæðakonaKenndar verða barnagælur og þulur úr sjóði Ásu Ketilsdóttur kvæðakonu. Valið hefur verið fjölbreytt efni sem verður sungið og að hluta til fært í nýjan búning þ.e. flutt með hljóðgjöfum sem eiga rætur sínar í siglfirsku umhverfi. Afrakstur námskeiðsins verður hljóðritaður og gefst þátttakendum færi á að eignast disk með tónlistarflutningnum.

Rímnakveðskapur
Kennari: Steindór Andersen, kvæðamaður
Kennd verða rímnalög úr sjóði Kvæðamannafélagsins Iðunnar.

Barna- og unglinganámskeið

Leiklistarnámskeið fyrir 9-16 ára
Kennari: Eva Karlotta Einarsdóttir

Stomp-námskeið fyrir unglinga 14 ára og eldri
Kennari: Jón Geir Jóhannsson

Auglřsingar

Raddir ═slands
Folk Music Festival
SÝldarminjasafni­
HÚ­insfj÷r­ur

Mynd augnabliksins

img_3022.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf