Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar

Háskólanámskeið um íslenska þjóðlagatónlist Nemendur við Listaháskóla Íslands og í kennaradeild, þjóðfræðideild og mannfræðideild Háskóla Íslands fá

Þjóðlagaakademían á Siglufirði 2009

Háskólanámskeið um íslenska þjóðlagatónlist
Nemendur við Listaháskóla Íslands og í kennaradeild, þjóðfræðideild og mannfræðideild Háskóla Íslands fá Akademíuna metna sem valeiningar.

Umsjónarmaður: Gunnsteinn Ólafsson
Tími: 2.-5. júlí 2009
Kennslustaður: Kirkjuloftið í Siglufjarðarkirkju.
Forkröfur til eininga: Stúdentspróf
Einingar: 2
Skráning stúdenta: Sendið netpóst á festival@folkmusik.is og takið fram ef óskað er eftir að Akademían verði metin til eininga hjá LHÍ, eða hjá kennaradeild, þjóðfræðideild eða mannfræðideild HÍ.
Námskeiðsgjald:
            Þjóðlagaakademían m. tónleikaskírteini kr. 19.500/6.000*
            Þjóðlagaakademían án tónleikaskírteinis kr. 15.000/6.000*

            *Námsmenn, atvinnulausir, öryrkjar og 67 ára og eldri.

Gisting í svefnpokaplássi kr. 8000 í fjórar nætur fyrir háskólanema.

Markmið

Að nemendur öðlist glögga mynd af heimi íslenskra þjóðlaga, þjóðkvæða og þjóðdansa
     - þekki þjóðlagasöfnun sr, Bjarna Þorsteinssonar og þýðingu hennar fyrir sögu tónlistar á Íslandi
     - þekki meginþætti og einkenni íslenskrar þjóðlagatónlistar
     - kynnist erlendri þjóðlagatónlist og greini í hverju sérstaða íslenskrar þjóðlaga sé fólgin

Viðfangsefni
Á námskeiðinu verður fjallað um öll helstu svið íslenskrar þjóðtónlistar og þjóðdansa. Þar má nefna tvísöng, rímnalög og bragarhætti, vikivaka og aðra þjóðdansa, barnagælur og þulur, gömlu sálmalögin, þjóðlagaútsetningar og hljóðfærahefð Íslendinga. Fjallað verður um rannsóknartilgátur varðandi þróun lags og hryns, flutningsmáta og hljófæranotkun, frá upphafi íslandsbyggðar og fram á tuttugustu öld. Viðfangefni Akademíunnar tengjast einnig þeim gestafyrirlesurum og listamönnum sem tengjast þjóðlagahátíð hverju sinni. Tómas R. Einarsson mun kynna kúbanskan tónlistararf, Svavar Knútur Kristinsson fer yfir sögu trúbadorsins og Venska Jónsdóttir kennir búlgarska þjóðdansa. 

Vinnulag  
Fyrirlestrar og umræður, virk þátttaka í söng og dansi, tónleikar sóttir, ásamt kynningu á þjóðlagasöfnun og þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar. Sóknarskylda er á fyrirlestra og málþing og farið er fram á virka tónleikasókn. Ennig ber nemendum að halda dagbók yfir námið í Akdemíunni og tónleikana sem þeir sækja.

Námsmat

Nemendur eru metnir eftir ástundun, virkri þáttöku í umræðum, söng og dansi, dagbók og lokaverkefni um sjálfvalið efni sem tengist viðfangsefnum Akademíunnar. Lokaverkefnið getur verið ritgerð, eða tónsmíð ásamt fræðilegri greinargerð. Lokaverkefnið vinna nemendur í samstarfi við kennara Akademíunnar og skila fyrir 1. ágúst. Námsmati skal lokið 31. ágúst.


Dagskrá Þjóðlagaakademíu 2009

Fimmtudagur 2. júlí

09.00-12.00        Rímnalög og rímur: Bára Grímsdóttir
                    . . .
13.00-14.00        Kúbanskur tónlistararfur. Tómas R. Einarsson
14.00-16.00        Íslenskir þjóðdansar og sagnadansar: Kolfinna Sigurvinsdóttir

20.00-24.00        Tónleikar á Þjóðlagahátíð


Föstudagur 3. júlí

9.00-10.00          Söfnun íslenskra þjóðlaga: Gunnsteinn Ólafsson
10.00-11.00        Tvísöngur: Gunnsteinn Ólafsson
11.00-12.00        Barnagælur og þulur: Sigríður Pálmadóttir og Ása Ketilsdóttir kvæðakona
                    . . .
13.00-14.00        Saga trúbardorsins: Svavar Knútur Kristinsson
14.00-15.00        Útsetningar á þjóðlögum: Bára Grímsdóttir
15.00-16.00        Forn íslensk hljófæri: Bára Grímsdóttir og Chris Foster

20.00-24.00        Tónleikar á Þjóðlagahátíð


Laugardagur 4. júlí

10.00-12.00        Búlgarskir dansar: Veska Andrea Jónsdóttir
13.00-16.00        Nemendur búa sig undir uppskeruhátíðina

20.30                  Nemendur koma fram og sýna hvað þeir hafa lært á uppskeruhátíðinni


Sunnudagur 5. júlí

14.00                   Tónleikar á Þjóðlagahátíð

Auglýsingar

Raddir Íslands
Folk Music Festival
Síldarminjasafnið
Héðinsfjörður

Mynd augnabliksins

dx-1a.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf