Þjóðlagaakdemía Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði
Þjóðlagaakademían hefur verið starfrækt samhliða Þjóðlagahátíðinni síðan 2007. Á akademíunni er fjallað um öll helstu svið íslenskrar þjóðlagatónlistar og þeirra kvæðagreina sem við á. Þar má nefna rímnalög, tvísöng, vikivaka og aðra þjóðdansa, barnagælur og þulur, gömlu sálmalögin, þjóðlagaútsetningar og hljóðfærahefð Íslendinga. Viðfangefni námskeiðsins tengist einnig þeim gestafyrirlesurum og listamönnum sem starfa við þjóðlagahátíð hverju sinni.
Markmið
Að nemendur öðlist glögga mynd af heimi íslenskra þjóðlaga, þjóðkvæða og þjóðdansa
- Þekki þjóðlagasöfnun sr, Bjarna Þorsteinssonar og þýðingu hennar fyrir sögu tónlistar á Íslandi.
- Þekki meginþætti og einkenni íslenskrar þjóðlagatónlistar.
- Kynnist erlendri þjóðlagatónlist og greini í hverju sérstaða íslenskrar þjóðlaga sé fólgin.
Vinnulag
Fyrirlestrar og umræður, virk þátttaka í söng og dansi, tónleikar sóttir, ásamt kynningu á
þjóðlagasöfnun og þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar.
Þjóðlagaakademía 2010
Þjóðlagaakademía 2007