Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar

Á þessu námskeiði verður leitast við að kynnast söngvum íslensku söngvaskáldanna  frá byrjun 19. aldar til dagsins í dag, allt frá Sveinbirni

Sungið saman í kór. Íslensk söngvaskáld í tímanna rás

Á þessu námskeiði verður leitast við að kynnast söngvum íslensku söngvaskáldanna  frá byrjun 19. aldar til dagsins í dag, allt frá Sveinbirni Sveinbjörnssyni til Megasar!

Sungin verða saman þekkt og minna þekkt íslensk sönglög og kórlög en einnig verður leitast við að finna forna fjársjóði sem leynast í söngasjóði þjóðarinnar. Lög úr skólasöngbók Skálholtssveina frá 17. öld fá t.d að laumast með. 

Námskeiðið er í anda baðstofumenningarinnar á 19. öld þar sem þátttakendum gefst kostur á að syngja saman.

Þátttakendur fá sönghefti með úrvali íslenskra söng- og kórlaga eftir hina ýmsu höfunda. Efniskostnaður: kr. 1.500.

Hilmar Örn Agnarsson hefur stjórnað fjölmörgum kórum sl. 30 ár. Hann var kantor Skálholtskirkju í 17 ár og sl. 3 ár starfað sem kantor Kristskirkju. Hilmar er sprottinn upp úr nýbylgjubandinu ,,Þeyr", þar sem hann var bassaleikari og lagasmiður, en söðlaði um ungur að árum og gerðist organisti í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn 23 ára að aldri, að loknu tónmenntakennaraprófi. Jónas Ingimundarson var hans aðalkennari. Þaðan lá leiðin til Hamborgar þar sem hann lauk kantorsprófi árið 1991. Hilmar stjórnaði öflugu sönglífi í Biskupstungum, barnakór, unglingakór, Skálholtskórnum og Kór Menntaskólans að Laugarvatni. Hann stjórnaði um árabil stúlknakórnum Karítum Íslands og í dag er hann stjórnandi Kammerkór Suðurlands, Söngfjelagsins og Barnakór Neskirkju. Hilmari Erni voru veitt starfslaun listamanna árið 2012. 


 

 

Auglýsingar

Raddir Íslands
Folk Music Festival
Síldarminjasafnið
Héðinsfjörður

Mynd augnabliksins

tomasreinarsson2.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf