Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar

Á efnisskrá tónleikanna eru 13 íslensk þjóðlög sem komu út á plötu árið 1978 hjá SG-hljómplötum. Kristín Á. Ólafsdóttir hafði safnaði saman þjóðlögum með

Stássmeyjarkvæði og Kristín Ólafsdóttir

Á efnisskrá tónleikanna eru 13 íslensk þjóðlög sem komu út á plötu árið 1978 hjá SG-hljómplötum. Kristín Á. Ólafsdóttir hafði safnaði saman þjóðlögum með plötuútgáfu í huga. Sumum hafði hún kynnst í söngnámi hjá Engel Lund, flest fann hún í þjóðlagasafni sr. Bjarna Þorsteinssonar en auk þess lagðist hún í hljóðritanir Ríkisútvarpsins. Þar kvað fólk þjóðlög og fór með þulur og barnagælur, þar á meðal Ása Ketilsdóttir úr Aðaldal, Hildigunnur Valdimarsdóttur úr Vopnafirði og Brynjúlfur Sigurðsson frá Kópaskeri. Þá var eitt lag fengið úr bókinni Vikivakar og söngleikir sem Helgi Valtýsson gaf út 1930. Atli Heimir Sveinsson útsetti lögin af alkunnri smekkvísi. Tónlistarmenn úr Sinfóníuhljómsveit Íslands léku á plötunni undir stjórn Atla Heimis auk þess sem Örn Arason lék á gítar. Lögin og textarnir eru af ólíkum toga. Þarna er að finna barnagælur, drykkjuvísur, söngva um ástina og sagnadansa. Höfunda kvæða er getið þar sem þeir eru kunnir.

Kristín Á. Ólafsdóttir byrjaði að syngja opinberlega á sjöunda áratugi síðustu aldar, þá á táningsaldri. Vísnasöngur og baráttulög í anda 68-kynslóðarinnar einkenndi söngskrá hennar. Í söngnámi hjá Engel Lund heillaðist Kristín af íslenskum þjóðlögum. Kristín hefur sungið inn á nokkrar plötur auk þess að koma fram sem einsöngvari og í þjóðlagakvartettunum Bragarbót og Emblu. Upp úr aldamótum flutti hún í Borgarfjörðinn og syngur nú með Reykholtskórnum.

Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson.

 


Auglýsingar

Raddir Íslands
Folk Music Festival
Síldarminjasafnið
Héðinsfjörður

Mynd augnabliksins

eddie-walker_lowr.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf