Ůjˇ­lagasetur sr. Bjarna Ůorsteinssonar

  Kennari: Claudio Spieler, Austurríki Á námskeiðinu leiðir Claudio Spieler nemendur sína að rótum ryðmans. Hann segir: Við munum uppgötva fegurð

Slaverksnßmskei­


 
Kennari: Claudio Spieler, Austurríki

Á námskeiðinu leiðir Claudio Spieler nemendur sína að rótum ryðmans. Hann segir: Við munum uppgötva fegurð indverskrar, afrískrar og afró-kúbanskrar hrynjandi á einfaldan hátt. Tungmál indverskrar hrynjandi auðveldar okkur að leggja á minnið fjölbreyttar taktgerðir og hendingar, ekki aðeins á ásláttarhljóðfæri heldur á hvaða hljóðfæri sem er.

Við þróum pólyryðma og samþætta hrynjandi með líkamsáslætti (body percussion) og leikum okkur með því að spila saman í hóp – okkur öllum til gleði og ánægju. Þátttakendur sameinast í hring með klappi, söng og hreyfingu til að dýpka tilfinningu sína fyrir púlsi og samstilltri hrynjandi.

Námskeiðið hentar öllum sem vilja þroskast í taktslætti og hrynjandi á hvaða sviði tónlistar sem er.

Claudio Spieler er heimskunnur slagverksmaður, fæddur í Austurríki árið 1981. Hann stundaði nám í slagverki í heimalandi sínu og síðan með afganska meistaranum Hakim Ludin, þar sem hann lærði einkum að slá með berum höndum á trommur. Í framhaldinu tileinkaði Claudio sér mismunandi fingratækni, bæði á afró-kúbanskar, afró-brasilískar og indverskar trommur.

Claudio er eftirsóttur slagverkskennari og heldur námskeið víða um heim.

Kennt verður á ensku.

www.claudiopercussion.com

 

Auglřsingar

Raddir ═slands
Folk Music Festival
SÝldarminjasafni­
HÚ­insfj÷r­ur

Mynd augnabliksins

dsc01228.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf