Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar

Á tónleikunum syngur Kristjana Arngrímsdóttir lög eftir sjálfa sig við ljóð Davíðs Stefánssonar, Jakóbínu Sigurðardóttur, Kristbjörgu F. og Jóhönnu Á.

Sá ég og heyrði

Á tónleikunum syngur Kristjana Arngrímsdóttir lög eftir sjálfa sig við ljóð Davíðs Stefánssonar, Jakóbínu Sigurðardóttur, Kristbjörgu F. og Jóhönnu Á. Steingrímsdætur. Einnig syngur hún þekktar ballöður og vísur frá ýmsum löndum.
 
Kristjana Arngrímsdóttir er söngkona sem búsett er í Svarfaðardal. Hún hóf söngferil sinn í Tjarnarkvartettinum ásamt Kristjáni Eldjárn Hjartarsyni, eiginmanni sínum, Hjörleifi Hjartarsyni og Rósu Kristínu Baldursdóttur. Eftir að kvartettinn var leystur upp hóf Kristjana sólóferil og hefur haldið ótal tónleika og gefið út hljómdiska í samstarfi við fjölmarga tónlistarmenn.
 
Örn Eldjárn gítarleikari og Jón Rafnsson bassaleikari koma fram á tónleikunum ásamt Kristjönu. Þau vinna nú að fjórða geisladiski Kristjönu. 

Auglýsingar

Raddir Íslands
Folk Music Festival
Síldarminjasafnið
Héðinsfjörður

Mynd augnabliksins

dx-1a.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf