Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar

Á námskeiðinu verða kennd margskonar rímnalög og tvísöngsstemmur. Rímur og bragarhættir verða útskýrðir og hvernig bragarhættir tengjast lögunum. Fjallað

Rímnalaganámskeið

Á námskeiðinu verða kennd margskonar rímnalög og tvísöngsstemmur. Rímur og bragarhættir verða útskýrðir og hvernig bragarhættir tengjast lögunum. Fjallað verður um rímnaskáld og kvæðamenn og konur, hlustað á upptökur af kvæðafólki frá fyrrihluta tuttugustu aldar, rýnt í stíl þeirra og skreytingar á kvæðalögunum og einnig borin saman mismunandi tilbrigði laganna. Námskeiðið er fyrir byrjendur og lengra komna.

Pétur Björnsson kennir á námskeiðinu. Hann hefur helgað sig kvæðamennsku í áratugi. Hann er alinn upp í Kvæðamannafélaginu Iðunni og lærði stemmurnar af Silfurplötum Iðunnar af miklum áhuga. Hann hefur kveðið þær opinberlega svo og önnur þjóðlög, einkum úr Þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinssonar.

Auglýsingar

Raddir Íslands
Folk Music Festival
Síldarminjasafnið
Héðinsfjörður

Mynd augnabliksins

eyrarrosin_2.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf