Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar

  Prjónanámskeiðið hentar vel bæði byrjendum og vanari prjónurum. Kenndar verða ýmsar aðferðir við uppfit, stroff, útaukningar og affellingar. Kennt

Prjónanámskeið

 

Prjónanámskeiðið hentar vel bæði byrjendum og vanari prjónurum. Kenndar verða ýmsar aðferðir við uppfit, stroff, útaukningar og affellingar. Kennt verður að reikna út prjónfestu og stærðir. Hvað þarftu að kunna til að hanna snið á peysu ? Þá verða kenndar ýmsar aðrar skemmtilegar aðferðir, svo sem snúrukantur (einfaldur og með lista), bíslög, dómínóprjón og reitaprjón.

Margrét Linda Ásgeirsdóttir og Ásdís Birgisdóttir eru menntaðir textílhönnuðir úr Textíldeild Myndlista- og handíðaskólans. Báðar hafa þær starfað við prjónahönnun, gefið út fjölda uppskrifta, hannað fyrir handverkshópa, tímarit, verslanir o.fl. Þær eru eigendur prjónablaðsins Lopa og bands.

Auglýsingar

Raddir Íslands
Folk Music Festival
Síldarminjasafnið
Héðinsfjörður

Mynd augnabliksins

dsc01161.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf