Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar

Ólafía Hrönn og Tómas R. stíga nú saman á svið eftir langt hlé. Þau hljóðrituðu diskinn Koss fyrir einum og hálfum áratug en honum var vel tekið og lag

Nýr koss - Ólafía Hrönn & Tómas R.

Ólafía Hrönn og Tómas R. stíga nú saman á svið eftir langt hlé. Þau hljóðrituðu diskinn Koss fyrir einum og hálfum áratug en honum var vel tekið og lag þeirra, Ástin, hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2004 sem djasslag ársins í nýrri útsetningu Samúels Jóns Samúelssonar og í flutningi stórsveitar hans. Nú eru Ólafía og Tómas mætt aftur til leiks með nýtt og spennandi efni ásamt gömlum smellum, í kompaníi við gítarleikarann Ómar Guðjónsson og slagverksleikarann Matthías MD Hemstock.

Ólafía Hrönn Jónsdóttir: söngur. Ein fremsta leikkona landsins síðustu áratugina og hefur einnig sungið í ýmsum leiksýningum. Hún er trommuleikari í hljómsveitinni Heimilistónar.

Tómas R. Einarsson: kontrabassi. Hefur gefið út 16 plötur með eigin tónlist og er margfaldur verðlaunahafi Íslensku tónlistarverðlaunanna. Latíndiskar hans (Kúbanska, Havana, Romm Tomm Tomm og Live!) hafa notið mikilla vinsælda á síðari árum.

Ómar Guðjónsson: gítar. Einn fremsti gítarleikari landsins. Hefur tvisvar hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin, fyrir sólódiskinn Fram af og samvinnuverkefnið ADHD. Nýjasti sólódiskur hans er Von í óvon (2010).

Matthías MD Hemstock: slagverk. Einn reyndasti trommu- og slagverksleikari landsins og hefur spilað pönk, popp, rokk, djass, fönk, klassík og latíntónlist og komið fram víða erlendis, ekki síst með Jóhanni Jóhannssyni. Hann þýddi og gaf út á þessu ári trommubókina Hringir innan hringja eftir Pétur Östlund.

Auglýsingar

Raddir Íslands
Folk Music Festival
Síldarminjasafnið
Héðinsfjörður

Mynd augnabliksins

steinunn-birna-printb.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf