Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar

Á námskeiðinu verða norræn þjóðlög útsett í suðrænum stíl, svo sem í dub, raggae og sambaraggae. Engin skilyrði eru um kunnáttu á hljóðfæri. Miðað er við

Norræn þjóðlög með suðrænni sveiflu

Á námskeiðinu verða norræn þjóðlög útsett í suðrænum stíl, svo sem í dub, raggae og sambaraggae. Engin skilyrði eru um kunnáttu á hljóðfæri. Miðað er við unglinga 15 ára og eldri. Kennt verður á ensku.

Námskeiðið skiptist í fræðsluhluta og tónlistarhluta. Í fræðsluhlutanum verður sagt frá því hvaða hljóðfæri eru notuð í viðkomandi tónlistarstíl. Útsett verður eitt þjóðlag frá Svíþjóð, annað frá Finnlandi og það þriðja frá Íslandi til þess að sýna ólík stílbrigði. Einnig verður kennt að nota sömpl og mismunandi effekta.

 Í tónlistarhlutanum verður íslenskt þjóðlag útsett í sambastíl og leikið á brasilísk ásláttarhljóðfæri: súrdó, taról, repeník, ago-go, timbal og skak. Laglínan verður sungin og leikin á mismunandi hljóðfæri. Lagið verður flutt á uppskeruhátíðinni á laugardagskvöld.

 Mattias Talja og Lars Kittelmann eru sænskir að uppruna. Þeir hafa um árabil staðið fyrir námskeiðum í þjóðlagatónlist, raggí og samba.

Auglýsingar

Raddir Íslands
Folk Music Festival
Síldarminjasafnið
Héðinsfjörður

Mynd augnabliksins

img_3044.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf