Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar

Á tónleikunum „Mitt er þitt“ munu Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópransöngkona og spænski gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui flytja

Mitt er þitt


Á tónleikunum „Mitt er þitt“ munu Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópransöngkona og spænski gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui flytja þjóðlög frá Íslandi, Bretlandseyjum og Spáni, þar á meðal á basknesku, valensíanó, kastilísku og ladínó, sem var tungumál gyðinganna sem bjuggu á Spáni áður en þeim var úthýst þaðan árið 1492.  Flest laganna eru flutt í útsetningum eftir Javier og vísar titill tónleikanna í ljóðlínur Rósu Guðmundsdóttur „mitt er þitt og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina“ í hinu ástsæla íslenska þjóðlagi Vísur Vatnsenda-Rósu sem Jón Ásgeirsson útsetti. Mörg sönglaganna má finna á geisladiskunum Mitt er þitt – íslensk og spænsk sönglög (12 tónar) og Secretos quiero descubrir – Spanish Songs for Voice, Violin and Guitar (ABU Records) með Guðrúnu og Javier.

Auglýsingar

Raddir Íslands
Folk Music Festival
Síldarminjasafnið
Héðinsfjörður

Mynd augnabliksins

dsc01228.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf