Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar

Á tónleikunum verður flutt tónverkið Svipmyndir af andlegu landslagi (Polaroids of Spiritual Landscapes) eftir Andrés Ramon. Það byggir á rannsóknum hans

Litbrigði kólumbískrar tónlistar

Á tónleikunum verður flutt tónverkið Svipmyndir af andlegu landslagi (Polaroids of Spiritual Landscapes) eftir Andrés Ramon. Það byggir á rannsóknum hans á kólumbískri þjóðlagatónlist við Listaháskóla Íslands.  Verkið er í nokkrum stuttum þáttum sem endurspegla tónlistararf Kólumbíu. Þar kennir talmargra stílbrigða og hljóðfæra sem hafa mótast af samruna þriggja ólíkra menningarheima. Þar er átt við tónlist suður-amerískra indíána, afrískra þræla og evrópskra innflytjenda. Hver þáttur í verkinu byggir á ákveðnum stíl, einkennandi fyrir sinn landshluta. Hljóðfæraskipanin sýnir fjölbreytileika kólumbískrar tónlistar. Þau eru ýmist af evrópskum uppruna eða fengin úr þjóðlagahefð Kólumbíu.

Andrés Ramón fæddist í Kólumbíu og fluttist til Íslands á unglingsárum. Hann lauk meistaranámi í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands vorið 2010, þar sem hann stundaði píanóleik sem aukafag.  Andrés hefur stundað rannsóknir á heimstónlist og hljóðfærum við Listaháskóla Íslands og í Suður-Ameríku. Hann sinnir nú kennslu í tónlistarskólum á höfuðborgarsvæðinu auk þess að reka verslunina Sangitamiya, þar sem seld eru hljóðfæri úr öllum heimshlutum, m.a. frá Suður-Ameríku, Kína og Rússlandi.

Flytjendur:
Andrés Ramón píanó, charango, cuatro, tiple, gaita
Kolbeinn Bjarnason flauta, gaita og quena
Frank Aarnink alegre, maracón, capachos, cajon, marimba, tambora
Katie Buckley harpa
Karl Jóhann Bjarnason selló
Gunnar Hrafnsson kontrabassi

Auglýsingar

Raddir Íslands
Folk Music Festival
Síldarminjasafnið
Héðinsfjörður

Mynd augnabliksins

tomasreinarsson2.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf