Farið verður í ýmsa leiki sem byggðir eru á bókinni 10 x 10 leikir eftir Sóleyju Ó. Elídóttur. Þar er um að ræða gamla og nýja leiki sem margir hverjir þekkja.
Námskeiðið fer fram úti undir berum himni og þurfa þátttakendur að mæta klæddir eftir veðri. Sé mjög slæmt veður flyst námskeiðið inn í hús. Það er ætlað börnum á aldrinum 5 - 10 ára og taka leikirnir mið af því.
Björk Sigurðardóttir er kennari í Ísaksskóla. Hún stundaði framhaldsnám í tónlist og myndlist og nýtir sér hvoru tveggja í kennslu sinni, hvort heldur inni eða úti við.