
Kristín Lárusdóttir sellóleikari og tónskáld flytur eigin tónsmíðar. Verk hennar eru innblásin af íslenskri náttúru, sögu þjóðarinnar og tónlistararfi.
Hún er klassískt menntaður sellóleikari og hefur að auki menntað sig í barokktónlist, gömbuleik og djassi. Í apríl 2012 frumflutti Kristín á Íslandi, ásamt Kammerkór Suðurlands, verkið Svyati eftir John Tavener fyrir einleiksselló og blandaðan kór og hlaut mikið lof fyrir.
Kristín lauk framhaldsprófi í raftónlist vorið 2013 og gaf út um haustið sína fyrstu sólóplötu Hefring. Hún sá einnig sjálf um upptökur og hljóðblöndun. Sjá nánar: