
Klezmer Kaos er ein besta hljómsveit á sviði klezmer-tónlistar í
Evrópu. Hún hefur komið fram um alla álfuna, tekið þátt í alþjóðlegum keppnum og samið tónlist fyrir
ljósvakamiðla í Frakklandi. Hljómsveitina skipa fimm tónlistarmenn úr gjörólíkum áttum - með bakgrunn í m.a.
klassískri tónlist, þjóðlagatónlist, djassi og spuna, poppi og rokki. Úr hrærigrautnum brjótast fram eldfimar útsetningar
á hefðbundinni klezmer-tónlist, jiddískum og íslenskum þjóðlagaarfi, í bland við frumsamin lög meðlima. Stofnandi
hljómsveitarinnar er klarinettuleikarinn Heiða Björg Jóhannsdóttir.
Klezmer Kaos verður með námskeið í klezmertónlist á
þjóðlagahátíðinni og Heiða Björg heldur fyrirlestur um franska tónlist.