Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar

Á tónleikunum verða flutt verk eða útsetningar á íslenskum þjóðlögum eftir íslensk tónskáld.  Þau eru Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Hallgrímur

Íslensk rapsódía

Á tónleikunum verða flutt verk eða útsetningar á íslenskum þjóðlögum eftir íslensk tónskáld.  Þau eru Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Hallgrímur Helgason, Karólína Eiríksdóttir, Jón Leifs, Magnús Blöndal Jóhannsson og Tryggvi M. Baldvinsson. Þá verður frumflutt nýtt verk eftir Kolbein Bjarnason.

Þórarinn Stefánsson lauk kennara- og einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1987 undir handleiðslu Halldórs Haraldssonar. Hann stundaði framhaldsnám í Hannover í Þýskalandi hjá professor Erika Haase en hefur auk þess sótt einkatíma og námskeið hjá Colette Zérah, Edith Picht-Axenfeld og Vlado Perlemuter. Að námi loknu bjó Þórarinn og starfaði um nokkurra ára skeið í Þýskalandi og Danmörku.

Þórarinn hefur komið fram á tónleikum víða um Evrópu sem einleikari og meðleikari með söngvurum og hljóðfæraleikurum, auk þess að hafa skipulagt fjölda tónleika, meðal annars í Þýskalandi, Danmörku, Grænlandi og Færeyjum. Samhliða eigin tónleikahaldi og kennslu er hann nú listrænn stjórnandi tónlistardagskrár Tónlistarhússins Laugarborgar í Eyjafjarðarsveit og hefur gegnt því starfi frá árinu 2004.

Þórarinn hefur gert upptökur fyrir sjónvarp og útvarp, meðal annars með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Árið 2007 hlaut hann starfslaun listamanna.

Auglýsingar

Raddir Íslands
Folk Music Festival
Síldarminjasafnið
Héðinsfjörður

Mynd augnabliksins

2006_0717image0142.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf