Ůjˇ­lagasetur sr. Bjarna Ůorsteinssonar

Hljómsveitina Mógil  skipa Heiða Árnadóttir söngur, Hilmar Jensson rafgítar, Joachim Badenhorst klarinett og Kristín Þóra Haraldsdóttir víóla. Tónlist

═ stillunni hljˇmar

Hljómsveitina Mógil  skipa Heiða Árnadóttir söngur, Hilmar Jensson rafgítar, Joachim Badenhorst klarinett og Kristín Þóra Haraldsdóttir víóla. Tónlist sveitarinnar er samin af hljómsveitarmeðlimum. Félagarnir í Mógil hafa starfað saman í 5 ár og farið í tónleikarferðir um Ísland, Belgíu, Kaupmannahöfn, Lúxemburg og Holland. Þeir hafa spilað á ýmsum tónlistarhátíðum, m.a. á Djasshátíð Reykjavíkur, Iceland Airwaves, Þjóðlagahátiðinni á Siglufirði og á WOMEX heimstónlistarhátiðinni.

Haustið 2007 tók sveitin upp geisladiskinn  Ró, sem hefur fengið frábæra dóma hér á landi og í blöðum erlendis.  Einnig var Ró tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna og valin ein af þremur bestu plötum ársins 2008 af gagnrýnanda Morgunblaðsins. Í júli 2010 tók Mógil upp geisladiskinn í Stillunni hljómar í Stúdíó Sýrlandi og var hann gefinn út í Evrópu í mars 2011.  Diskurinn kemur út á Íslandi í júlí í sumar.

Ragnheiður (Heiða) Árnadóttir  er klassísk menntuð söngkona frá Tónlistarháskólanum í Haag í Hollandi. Heiða syngur með ýmsum hópum, meðal annars nútímahópnum Adapter og kammerkórnum Schola Cantorum.

Hilmar Jensson er einn þekktasti gítarleikari Íslendinga og hefur spilað út um allan heim.  Hann hefur leikið inná fjölda platna og með helstu jazztónlistarmönnum í heimi.  Hann spilar í tríóinu sínu TYFT og líka með AlasNoAxis, Outhouse, BMX og fleirum.

Joachim Badenhorst útskrifaðist með mastersgráðu í saxafón- og klarinettuleik frá Tónlistarháskólanum í Haag í Hollandi. Hann er búsettur í New York þar sem hann leikur með fremstu spuna- og djasstónlistarmönnum samtímans. Joachim leikur meðal annars í Han Bennink Trio, Ravfishboys og Os Meus Shorts.

Kristín Þóra Haraldsdóttir er nýútskrifuð úr California Institute of the Arts, þar sem hún stundaði mastersnám við performer/composer deild skólans. Hún nam áður víóluleik og tónsmíðar við Listaháskóla Íslands og hefur komið fram með ýmsum hljómsveitum og listamönnum á Íslandi, sem og erlendis, m.a. með spunatríóinu Dark Fare, tilraunatónlistarhópunum Audio Destructinators í Los Angeles og S.L.Á.T.U.R. á Íslandi.

Nánari upplýsingar má finna á eftirfarandi vefsíðum:

www.myspace.com/mogilro

www.youtube.com/mogilmusic

www.mogilmusic.com  

 

 

 

Auglřsingar

Raddir ═slands
Folk Music Festival
SÝldarminjasafni­
HÚ­insfj÷r­ur

Mynd augnabliksins

gleraugu.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf