
Harmóníkukvintett Reykjavíkur var stofnaður árið 2011. Hann er skipuður fimm ungum og upprennandi harmónikuleikurum sem allir hafa verið nemendur Guðmundar Samúelssonar, stjórnanda og leiðbeinanda kvintettsins.
Kvintettinn býr að fjölbreyttri efnisskrá og hefur það markmið að kynna fyrir Íslendingum hinar ýmsu hliðar harmónikunar og harmónikutónlistar.
Kvintettinn tók þátt í uppskeruhátíð tónlistarskólanna, Nótunni, árið 2011 og bar þar sigur úr býtum í samspilsflokki.