Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar

Gróa Margrét Valdimarsdóttir stundaði fiðlunám í Tónlistarskóla Kópavos, Tónlistarskólanum í Reykjavík og síðan í Listaháskólanum undir handleiðslu

Gróa Margrét Valdimarsdóttir

Gróa Margrét Valdimarsdóttir stundaði fiðlunám í Tónlistarskóla Kópavos, Tónlistarskólanum í Reykjavík og síðan í Listaháskólanum undir handleiðslu Margrétar Kristjánsdóttur, Lin Wei og Auðar Hafsteinsdóttur. Hún hélt til framhaldsnáms við University of Illinois hjá Sigurbirmi Bernharðssyni og síðustu fjögur árin var hún við The Hartt School í Hartford í Bandaríkjunum hjá Anton Miller þaðan sem hún útskrifaðist í vor. Gróa Margrét hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Orkester Norden, og verið konsertmeistari í bandarískum háskólahljómsveitum auk Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins. Hún hefur mikinn áhuga á flutningi barokktónlistar sem og nýrrar tónlistar og hefur m.a. komið fram sem einleikari með Háskólahljómsveitinni í Illinois í fiðlukonsert eftir Vivaldi og The Foot in the Door Contemporary Ensemble í fiðlukonsert eftir Benjamin Park.  Gróa Margrét var útnefnd Unglistamaður Kópavogs árið 2007.

Auglýsingar

Raddir Íslands
Folk Music Festival
Síldarminjasafnið
Héðinsfjörður

Mynd augnabliksins

img_3115.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf