Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar

 Arnaldur Arnarson heldur námskeið í gítarleik á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði. Á námskeiðinu geta nemendur á öllum stigum komið og leikið fyrir Arnald

Gítarnámskeið Arnalds Arnarssonar

 Arnaldur Arnarson heldur námskeið í gítarleik á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði. Á námskeiðinu geta nemendur á öllum stigum komið og leikið fyrir Arnald einleiks- og samspilsverk að eigin vali. Þeir geta einnig leikið saman tveir og tveir ef þeir vilja. Námskeiðið stendur yfir 7. og 8. júlí frá kl. 9.00-12.00.

 

Arnaldur Arnarson fæddist í Reykjavík árið 1959 og hóf gítarnám í Svíþjóð tíu ára að aldri. Hann lærði síðan í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar hjá Gunnari H. Jónssyni og lauk þar námi vorið 1977. Hann stundaði framhaldsnám í Englandi og á Spáni, þar sem helstu kennarar hans voru Gordon Crosskey, John Williams, George Hadjinikos og José Tomás. Með sigri í XXI alþjóðlegu "Fernando Sor" gítarkeppninni í Róm 1992 og einleikstónleikum á Listahátíð í Reykjavík sama ár skipaði Arnaldur sér á bekk með fremstu tónlistarmönnum Íslands. Hann hefur margoft komið fram á Íslandi og haldið tónleika í Evrópu, Ástralíu, Bandaríkjunum og Suðurameríku. Arnaldur hefur um árabil kennt gítarleik og verið aðstoðarskólastjóri við Luthier tónlistar- og dansskólans í Barcelona en hyggst starfa meira á Íslandi næstu misseri. Hann hefur haldið námskeið í tónlistarflutningi víða um heim og setið í dómnefndum í alþjóðlegum tónlistarkeppnum.


Skráning á festival@folkmusik.is og í síma 467-2300 á milli 12 og 18 alla daga.


Auglýsingar

Raddir Íslands
Folk Music Festival
Síldarminjasafnið
Héðinsfjörður

Mynd augnabliksins

bjarni_1.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf