Á námskeiðinu röltir Örlygur Kristfinnsson um Siglufjörð ásamt gestum og fræðir þá um sögu byggðarinnar og náttúrufar. Hann leitar svara við grundvallarspurningum á borð við: Hvernig kveða siglfirski krumminn og krían, spóinn og kjóinn til samanburðar við sr. Bjarna, Karlakórinn Vísi og hljómsveitina Gauta? Námskeiðið verður milli kl. 14.00 og 17.00 dagana 7. og 8. júlí. Ef veður er vont verður fræðslan undir tryggu þaki.
Örlygur Kristfinnsson er fæddur og uppalinn á Siglufirði og þekkir þar hverja þúfu. Hann er myndlistarmaður að upplagi og hefur auk þess skrifað bækur um minnisvert fólk á Siglufirði. Hann var í fararbroddi þeirra sem vildu að Roaldsbrakki yrði endurreistur og gerður að Síldarminjasafni. Örlygur var síðan gerður að safnstjóra og hefur stýrt glæsilegri uppbyggingu safnsins. Örlygur er einnig mikill náttúruunnandi, fjallgöngumaður og fuglaspekúlant. Hann lét af störfum sem safnstjóri Síldarminjasafnsins vorið 2016.
Örlygur Kristfinnsson er fæddur og uppalinn á Siglufirði og þekkir þar hverja þúfu. Hann er myndlistarmaður að upplagi og hefur auk þess skrifað bækur um minnisvert fólk á Siglufirði. Hann var í fararbroddi þeirra sem vildu að Roaldsbrakki yrði endurreistur og gerður að Síldarminjasafni. Örlygur var síðan gerður að safnstjóra og hefur stýrt glæsilegri uppbyggingu safnsins. Örlygur er einnig mikill náttúruunnandi, fjallgöngumaður og fuglaspekúlant. Hann lét af störfum sem safnstjóri Síldarminjasafnsins vorið 2016.
Skráning á festival@folkmusik.is og í síma 467-2300 á milli 12 og 18 alla daga.