Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar

Tvíeykið Funa skipa Bára Grímsdóttir og Chris Foster. Þau syngja bæði og leika á ýmiss hljóðfæri, Bára á finnskt kantele og íslenskt langspil, en

Funi

Tvíeykið Funa skipa Bára Grímsdóttir og Chris Foster. Þau syngja bæði og leika á ýmiss hljóðfæri, Bára á finnskt kantele og íslenskt langspil, en Chris spilar á langspil, og gítar, sem er þó stilltur öðruvísi en venjulegt er. Þau hafa unnið saman síðan 2002. Á tónleikunum flytja þau íslensk og ensk lög, gömul og ný í þjóðlegum stíl. Á efnisskránni er m.a. lög eftir Báru við gamla og nýja texta og einnig efni sem kemur út í haust á nýjum sóló disk með Chris. Meirihlutinn eru þó kvæðalög, sálmalög sem eru flutt í þeirra eigin útsetningum.

Bára ólst upp við söng og kveðskap, foreldra sinna, afa og ömmu á bænum Grímstungu í Vatnsdal. Hún hefur fengist við flutning á íslenskum þjóðlögum um árabil. Þá er Bára tónskáld og kórstjóri.

Chris ólst upp í Somerset í Suðvestur-Englandi, þar sem hann kynntst fyrst þjóðlögum og byrjaði að syngja þau. Geisladiskurinn hans, ‘OUTSIDERS’ var talinn meðal bestu platna ársins 2008, að mati 300 gagnrýnenda og útvarpsfólks, sem birt var í tímaritinu fROOTS Magazine.

Bára og Chris hafa unnið saman í meira en áratug. Þau hafa komið fram á ýmsum hátíðum og tónleikum, einnig í útvarpi, hér heima og víða í Evrópu, Norður Ameríku og Kína. Þau hafa verið tíðir gestir á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði.

Auglýsingar

Raddir Íslands
Folk Music Festival
Síldarminjasafnið
Héðinsfjörður

Mynd augnabliksins

ljotuhalfvitarnir.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf