Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar

Í þessari bók er að finna íslensk lög, flest þeirra þjóðlög og efni unnið úr myndbandasafni Gunnsteins Ólafssonar og Dúa Landmark sem er varðveitt í

Formáli

Í þessari bók er að finna íslensk lög, flest þeirra þjóðlög og efni unnið úr myndbandasafni Gunnsteins Ólafssonar og Dúa Landmark sem er varðveitt í tölvum á Þjóðlagasetrinu á Siglufirði. Önnur eru úr bókinni Íslensk þjóðlög eftir Bjarna Þorsteinsson og kvæðalagasafninu Silfurplötur Iðunnar. Einnig eru lög sem fylgja með Sögu úr síldarfirði, frásögn Örlygs Kristfinnsson af síldarárunum á Siglufirði og eru þau lög merkt með þessu tákni *. Eru þar á meðal ættjarðarlag og síldarvalsar sem samdir voru á síðustu öld. Lagið „Einu sinni rérum“ er úr bók séra Bjarna, hefur þar bara eitt erindi og fann ég hin erindin á Landsbókasafninu.

Helstu efnistökin eru sjórinn, fiskveiðar, fjaran og sveitin. Mörg lögin tengjast Siglufirði.

Heftið er hugsað fyrir nemendur í 3. – 5. bekk grunnskóla en getur hiklaust nýst þeim sem yngri eru og eldri.

Í bókinni eru margar vísur undir rímnabragarháttunum og er hver grunn háttur skrifaður við vísurnar. Til að fá nánari upplýsingar um bragarhætti vísnanna er hægt að finna þær á vef Kvæðamannafélagsins Iðunnar: rima.is, undir bragfræði og háttatal, vinstra meginn á forsíðunni.

Ýmis verkefni fylgja lögunum. Sum nýtast eingöngu þegar nemendur heimsækja Þjóðlagasetrið, en önnur nýtast líka í skólastofunni bæði sem tengjasttónlistar-atriðum en einnig íslensku, því í kvæðunum er mikið um orð sem ekki eru notuð í daglegu máli, og er lagt til að kennarar og foreldrar hjálpi nemendum að útskýra orðin eða að nemendur leiti að þeim í íslenskri orðabók. Ég ákvað að halda stafsetningunni á orðinu „vóru“ (voru) því þetta er framburður þess tíma og það eru enn til aldrað fólk sem ber orðið svona fram. Eflaust geta spunnist fjörugar samræður í skólastofunni um mismun á framburði hér á landi.

Vil ég að lokum þakka Gunnsteini Ólafssyni fyrir prófarkalestur og góðar ábendingar.

Bára Grímsdóttir
Reykjavík 9. september 2008

Auglýsingar

Raddir Íslands
Folk Music Festival
Síldarminjasafnið
Héðinsfjörður

Mynd augnabliksins

img_3155.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf