Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar

Unnið verður með íslensku ullina á námskeiðinu. Boðið verður upp á að læra að gera tehettur, ýmsa fylgihluti svo sem tösku, sjal eða trefil, húfu eða

Ullarþæfing

Unnið verður með íslensku ullina á námskeiðinu. Boðið verður upp á að læra að gera tehettur, ýmsa fylgihluti svo sem tösku, sjal eða trefil, húfu eða byggja upp andlit eða dýr með þæfingarnálinni (þurrþæfing). Einnig verður hægt að gera myndir hvort sem er með blautþæfingu eða þurrþæfingu. Nauðsynlegt að hafa með sér handklæði á námskeiðið.Nánari upplýsingar má finna á Maggahannar á Facebook.

Margrét M. Steingrímsdóttir handverkskona hefur kennt hand- og myndmennt í grunnskólum frá árinu 1981. Síðustu ár hefur hún unnið mikið við þæfingu þar sem hún gerir bæði fatnað og fylgihluti annarsvegar og svo hinsvegar myndir. Hún hefur haldið nokkrar sýningar á verkum sínum. Síðast opnaði hún sýningu 2. júní á Kaffi Költ/Hjá Beggu á Akureyri og verður sýningin opin allan júnímánuð.

Auglýsingar

Raddir Íslands
Folk Music Festival
Síldarminjasafnið
Héðinsfjörður

Mynd augnabliksins

chris_bara.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf