Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar

Þjóðlagasöngur með gítarleik á sér langa sögu á Englandi. Upp úr 1960 komu þar fram gítarleikarar og söngvarar sem voru undir sterkum áhrifum frá

Blúsnámskeið í gítarleik

Þjóðlagasöngur með gítarleik á sér langa sögu á Englandi. Upp úr 1960 komu þar fram gítarleikarar og söngvarar sem voru undir sterkum áhrifum frá bandarískri þjóðlagahefð. Eddie Walker og Christ Foster eru báðir sprottnir úr þessu umhverfi en þróðuðust hvor í sína áttina. Eddie leikur þjóðlagakenndan blús og kántrýtónlist svartra og hvítra í Bandaríkjunum. Chris einbeitir sér hins vegar að enskum þjóðlögum – og íslenskum upp á síðkastið. Á námskeiðinu kynna þeir aðferðir sínar, tækni og breyttar stillingar auk þess að segja frá tónlistinni sem þeir leika.

Námskeiðið er ætlað bæði hljóðfæraleikurum og áhugafólki um bandaríska og enska þjóðlagatónlist. Áheyrendur eru velkomnir á námskeiðið enda þótt þeir leiki ekki á hljóðfæri.

Námskeiðið er jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna.


Auglýsingar

Raddir Íslands
Folk Music Festival
Síldarminjasafnið
Héðinsfjörður

Mynd augnabliksins

img_3021.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf