Jóhanna V. Þórhallsdóttir söngkona og Óttar Guðmundsson rithöfundur og læknir ásamt Aðalheiði Þorsteinsdóttur píanóleikara og Gunnari Hrafnssyni bassaleikara flytja frægustu ástarkvæði Megasar í tali og tónum. Þau eru oft tvíræð og koma á óvart, lýsa tilfinningahita sem bæði hrífur og hræðir. Árið 2015 gaf Óttar út bók um verk og ævi Megasar: Esenis, tesenis tera, viðrini veit ég mig vera. Óttar segir sögur af Megasi á tónleikunum og túlkar kvæðin sem Jóhanna syngur ásamt Aðalheiði og Gunnari.