Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar

Þjóðlagasetur

Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði


Opnunartímar

Júní til ágúst  12:00 - 18:00  

Vetraropnun er samkvæmt samkomulagi
Hópar geta fengið leiðsögn um setrið allt árið
Hringið í síma 8980270.

Fréttir

20. þjóðlagahátíðin haldin 3. - 7. júlí 2019

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði verður haldin dagana 3. til 7. júlí 2019. Hún ber yfirheitið Ást og uppreisn en á henni verða sem fyrr, fjölbreytilegir tónleikar, námskeið og hin árlega Þjóðlagaakademía. Upplýsingar um hátíðina er hægt að sjá hér.  




Minnum á Facebook síðu Þjóðlagaseturs

Sjá hér: https://www.facebook.com/thjodlagasetur/

Kvöldstund Þjóðlagaseturs

Fyrsta kvöldstund sumarsins verður í gamla olíutankanum við Síldarminjasafnið 15. júní 2018. Sérstakur gestur Þjóðlagasetursins þessa vikuna er hin magnaða svissneska fjöllistakona Rea Dubach. Rea mun ásamt Eyjólfi Eyjólfssyni flytja spunaverk við langspilsleik í raftónlistarlegri útfærslu. 

First evening concert of the summer will take place in the atmospheric old oil tank at the Herring Era Museum. We are very excited to welcome this week's guest artist – the multi talented Swiss artist Rea Dubach. Rea will perform an improvisation with Eyjólfur Eyjólfsson accompanied by an electronic langspil.
 



Ný sýning vígð í Þjóðlagasetrinu á Siglufirði


Sumarstarfsemi Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar er hafin og er opið alla daga í sumar frá klukkan 12 til 18.

Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands og 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar var í vor opnuð ný sýning er ber heitið „Leið ég yfir lönd og sæ“. Sýningin er styrkt af Fullveldissjóði og Menningarsjóði Siglufjarðar og stendur yfir frá 1. júní til 31. ágúst.

Sýningin samanstendur af nýjum myndbandsupptökur með tveimur einstökum kvæðakonum, þeim Hildigunni Valdimarsdóttur og Kristrúnu Matthíasdóttur.

Hildigunnur Valdimarsdóttir (1930-2017) ólst upp í Vopnafirði. Móðir hennar var skáldkonan Erla og bróðir hennar var Þorsteinn Valdimarsson skáld. Hildigunnur lærði allt sem móðir þeirra, Erla, söng fyrir börn sín. Hildigunnur kunni gríðarlega mörg kvæði, þjóðlög, þulur og ekki síst danskvæði, sem sungin voru á dansleikjum í heimahúsum í Vopnafirði um aldamótin 1900. Samtals eru lögin sem Hildigunnur syngur fyrir Þjóðlagasetrið um 100 talsins.

Kristrún Matthíasdóttir (1923-2011) var frá Fossi í Hrunamannahreppi. Hún var systir Haraldar Matthíassonar menntaskólakennara á Laugarvatni og ferðafrömuðar. Þau systkinin kunnu ógrynni af vísum og lögum sem þau lærðu í æsku og varðveitast nú í upptökum Þjóðlagaseturs. Kristrún syngur hátt í 50 lög, einkum rímnalög og eftirhermur.

Upptökurnar með Hildigunni og Kristrúnu eru einstakar heimildir um íslenska menningu í upphafi 20. aldar, ekki síst um þátt íslenskra kvenna til varðveislu íslenskra þjóðlaga. Upptökurnar gerðu Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður og Dúi Landmark kvikmyndagerðarmaður.


Auglýsingar

Raddir Íslands
Folk Music Festival
Síldarminjasafnið
Héðinsfjörður

Mynd augnabliksins

dx-20a.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf